Fréttir

Knattspyrna | 21. nóvember 2003

Jakob Már ráðinn aðstoðarþjálfari

Jakob Már Jónharðsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks.  Hann tekur við starfinu af Ragnari Steinarssyni sem ekki gat gegnt því áfram vegna flutninga af landi brott.

Jakob er Keflvíkingum að góðu kunnur; hann lék um árabil með meistaraflokki og var m.a. fyrirliði Keflavíkurliðsins sem vann bikarmeistaratitilinn árið 1987.  Hann lék einnig með Reyni S., ÍBV, Val og með sænska liðinu Helsingborg.  Jakob lék á sínum tíma einn leik með íslenska landsliðinu.

Við bjóðum Jakob velkominn til starfa og óskum honum góðs gengis í starfinu sem framundan er.