Fréttir

Knattspyrna | 30. júlí 2009

Jákvæður stuðningur. Já, takk...

Heilir og sælir Keflvíkingar. 

Nú er seinni umferðin komin í gang og eru 5 stig komin í hús  í henni.  Tvö jafntefli og einn sigur.  Það er allt jákvætt að gerast í kringum liðið.  Bói kominn aftur í leikmannahópinn og hefur hann engu gleymt á vellinum, alltaf jafn öflugur og  góður leikmaður.  Gummi líka kominn aftur frá Lichtenstein.  Ég er þess fullviss að hann muni setja eins og nokkur í sumar og hef ég mikla trú að þeim félögum frammi saman Hauki Inga og Guðmundi, hressileg blanda þar á ferð.  Þeir eiga eftir að valda einhverjum usla í vörnum andstæðinga í Pepsídeildinni.  Nýjasti Keflvíkingurinn sem snýr aftur er Haraldur Freyr Guðmundsson.  Virkilega ánægjulegt að fá hann aftur í Keflavík og kemur hann til með að styrkja hópinn enn frekar.  Vertu velkomin Halli!!  Það verður því gaman að fylgjast með okkar Keflvíkingum í næstu leikjum og nú fara útisigrarnir að detta í hús.  Klárum leikina með stæl og tökum 3 stig.  Það er svo gaman að hafa fengið alla þessa stráka aftur tilbaka í liðið og ánægjulegt að heyra Keflavík er liðið þeirra.  Keflavíkurhjartað er stórt í þessum strákum sem snúa aftur í liðið.  Þetta sýnir líka að þeir sem hafa haldið utan um stjórnartauminn eru að gera rétta hluti.  Þetta er rosalega góður og flottur leikmannahópur sem við eigum og vonandi að við náum að halda sem flestum heilum.  Við verðum bara að vinna okkar leiki og vonast svo til að FH tapi stigum.  Það er vel hægt að taka stig af FH og höfum við sko sýnt það og sannað.  Á fimmtudag þá eigum við heimaleik í bikarnum á móti FH og ætlum við okkur að slá þá út aftur.  Það yrði nú geggjað að taka bikarinn í ár.

Nú er svo komið að við ætlum að keyra á jákvæðni því hún kostar jú ekki neitt og viljum við hafa jákvæða stúku og stuðningsmenn líka.  Mér finnst leiðinlegt að heyra einhverja neikvæðni í stúkunni sem maður heyrir þó einstaka sinnum.  Skiptum því út fyrir jákvæðni og styðjum liðið okkar þó að einhverjir eigi ekki sinn besta leik þá hafa þeir átt fleiri góða leiki fyrir okkur.  Höfum í huga að neikvæðni smitar út frá sér í stúkuna og inná völlinn og það viljum við ekki.  Smitum jákvæðni út frá okkur og látum liðið okkar finna það frá stúkunni.  Við stuðningsmenn getum gert mikið og hjálpað liðinu okkar.  Komum vel fram við alla og verum stolt af liðinu okkar og leikmönnum okkar...  Sýnum góða framkomu og komum fram af virðingu.  Verum jákvæð, lífið er alltof stutt til að sóa því á neikvæðan hátt.  Höfum gaman saman á vellinum og tökum undir með PUMA-sveitinni.  Við erum öll í þessu saman!!!

Áfram Keflavík
Hjördís