Joel Gustafsson æfir með Keflavík
Joel Gustafsson leikmaður IFK Gautaborgar er þessa dagana við æfingar hjá Keflavík. Joel, sem er stór miðvörður, er 20 ára og hefur leikið með unglinga- og varaliði Gautaborgar undanfarin ár. Leikmaðurinn mun taka þátt í æfingum og æfingaleikjum Keflavíkur en heldur utan 8. desember.