Fréttir

Knattspyrna | 30. nóvember 2005

Joel Gustafsson æfir með Keflavík

Joel Gustafsson leikmaður IFK Gautaborgar er þessa dagana við æfingar hjá Keflavík.  Joel, sem er stór miðvörður, er 20 ára og hefur leikið með unglinga- og varaliði Gautaborgar undanfarin ár.  Leikmaðurinn mun taka þátt í æfingum og æfingaleikjum Keflavíkur en heldur utan 8. desember.