Jóhann Birnir á skotskónum
Okkar menn í útlöndum fara heldur betur hamförum þessa dagana. Jóhann B. Guðmundsson skoraði fyrir lið sitt GAIS frá Gautaborg gegn Malmö FF á föstudag. Þar var um að ræða æfingaleik sem lauk með 2-0 sigri GAIS-liða. Jói skoraði seinna markið á 36. mínútu en hann lék á vinstri kantinum í leiknum. Jóhanni hefur gengið vel með liðinu en hann gekk til liðs við GAIS frá Örgryte í vetur. Jóhann hefur skorað 3 mörk í sex æfingaleikjum og fengið góða dóma fyrir leik sinn. Meira má sjá um Jóhann og félagið á heimasíðu GAIS.
Mynd: Jóhann í búningi GAIS (Göteborgs Atlet & Idrottssällskap).