Fréttir

Knattspyrna | 23. júlí 2008

Jóhann Birnir kominn heim

Jóhann Birnir Guðmundsson er genginn til liðs við Keflavík og hefur skrifað undir 3ja ára samning við félagið.  Jóhann, sem er þrítugur, kemur frá sænska liðinu GAIS og hefur hann  þegar fengið leikheimild með Keflavík.  Það er mjög ánægjulegt að Jóhann hafi ákveðið að ganga til liðs við sitt gamla félag og óhætt að segja að þar hefur liðið fengið mikilvægan liðsstyrk fyrir baráttuna framundan.

Það þarf ekki að kynna Jóhann fyrir stuðningsmönnum Keflavík en hann lék með okkur á árunum 1994-1997.  Hann lék þá alls 49 leiki fyrir Keflavík í efstu deild og skoraði í þeim 13 mörk.  Auk þess lék hann 11 bikarleiki og skoraði 5 mörk auk 7 leikja í Evrópukeppnum.  Jóhann varð bikarmeistari með Keflavík árið 1997 en hélt þá í atvinnumennsku.  Síðan hefur hann leikið með Watford á Englandi, Lyn í Noregi og Örgryte og GAIS í Svíþjóð.  Jóhann hefur leikið með öllum landsliðum Íslands og á að baki 8 landsleiki.

Við bjóðum Jóhann Birni velkominn og hlökkum til að sjá hann aftur á knattspyrnuvellinum í Keflavík.

Myndir: Jón Örvar


Kristján, Jóhann og Þorsteinn.


Jóhann og Þorsteinn formaður staðfesta samninginn.


Guðjón og Guðmundur bjóða Jóhann velkominn á fyrstu æfinguna.


Jóhann mættur á æfingu og kominn í Keflavíkurtreyjuna.