Fréttir

Jóhann Birnir kveður í bili
Knattspyrna | 4. september 2021

Jóhann Birnir kveður í bili

Jóhann Birnir kveður Keflavík í bili 

Jóhann Birnir Guðmundsson yfirþjálfari yngri flokka Keflavíkur mun láta af störfum fyrir félagið að þessu sinni.  Jóhann hyggst söðla um og hefja störf á nýjum vettvangi. Jóhann er sannkölluð goðsögn hjá Keflavík en hann lék samtals 203 leiki með Keflavík í deild, bikar og evrópukeppni og skoraði í þeim 47 mörk á árunum 1994 til 2017. Jóhann braust ungur inní meistaraflokk Keflavíkur og var einn af máttarstólpum liðsins í efstu deild frá því að hann kom inní liðið og þar til hann yfirgaf félagið til að fara í atvinnumennsku hjá enska stórliðinu Wattford. Hann átti farsælan feril í atvinnumennskunni og lék meðal annars með Lyn í Noregi og Örgryte og GAIS í Svíþjóð. Hann kom aftur til Keflavíkur árið 2008 og lék með liðinu til ársins 2017. Hann lék á ferlinum 8 A-landsleiki auk þess sem hann spilaði fjölmarga leiki með yngri landsliðunum. Eftir að fótboltaferlinum lauk hefur Jóhann einbeitt sér að þjálfun yngri flokka með góðum árangri, gerði meðal annars 4. flokk karla að Íslandsmeisturum og hefur síðustu ár verið yfirþjálfari yngri flokka.

Knattspyrnudeild Keflavíkur þakkar Jóhanni Birni kærlega fyrir hans ómetanlega framlag til knattspyrnunnar, sem leikmanns, þjálfara og ekki síst fyrirmyndar fyrir yngri iðkendur félagsins.  Við óskum Jóhanni Birni velfarnaðar á nýjum vettfangi.

 

Myndasafn