Jóhann Birnir og Scunthorpe
Síðasta æfingin fyrir jól fór fram í gærkvöldi og var spilað ungir á móti gömlum. Gamlir höfðu betur 4-3 í hörkuleik og var það Jóhann Birnir Guðmundsson sem skoraði gullmarkið í lokin. Eftir leikinn var leikmönnum, þjálfurum og stjórnarfólki boðið í jólaöl og piparkökur. Willum talaði til strákanna um hvernig væri best að haga jólafríinu en fyrsta æfing á nýju ári verður 3.janúar. Futsal-liðið er reyndar ekki komið í frí en átta liða úrslit Íslandsmótsins fara fram um helgina. Að lokum fór fram verðlaunaafhending fyrir jólamótið sem fram hefur farið á síðustu æfingum. Það var hið geysisterka lið Scunthorpe sem sigraði eftir spennandi leiki við Sheffield og Swindon.
Myndir: Jón Örvar
Hið víðfræga lið Scunthorpe.
Jói tryggði gömlu dýrmætan sigur.
Willum les yfir sínum mönnum.