Fréttir

Jóhann hættur
Knattspyrna | 18. febrúar 2013

Jóhann hættur

Jóhann Ragnar Benediktsson er hættur með Keflavík en hann hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna.  Vegna vinnu sinnar hefur Jóhann ákveðið að flytja á heimaslóðir á Austfjörðum og hefur um um leið ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna.

Jóhann vildi við þetta tækifæri skila kveðjum til allra hjá félaginu og tók fram að hann kveddi leikmenn og þjálfara með miklum söknuði.  Hann skildi við félagið með góðar minningar í farteskinu enda væri öll aðstaða og umgjörð hjá félaginu til fyrirmyndar.

Jóhann er Austfirðingur en hann lék fyrst með Keflavík á árunum 1999-2002.  Hann gekk síðan aftur til liðs við okkur síðasta sumar.  Jóhann hefur alls leikið 64 leiki fyrir Keflavík í efstu deild og skorað tvö mörk en hann auk þess hefur hann leikið átta bikarleiki og gert þar tvö mörk.

Knattspyrnudeild Keflavíkur þakkar Jóhanni samstarfið og framlag hann til félagsins og óskar honum velfarnaðar.