Fréttir

Knattspyrna | 9. desember 2002

Jóhann til Grindavíkur

Um helgina var gengið frá félagaskiptum Jóhanns Benediktssonar í Grindavík.  Þau hafa reyndar verið á dagskránni um nokkurn tíma en nú er ljóst að Jóhann leikur með liði Grindvíkinga næsta sumar.  Jóhann lék með Keflavík undanfarin 4 ár eftir að hann kom frá KVA og lék 43 leiki í efstu deild og skoraði 1 mark.  Við þökkum Jóhanni samstarfið undanfarin ár og óskum honum góðs gengis á nýjum vígstöðvum.

Jóhann Benediktsson
Jóhann Benediktsson