Fréttir

Knattspyrna | 21. desember 2011

Jólafrí í boltanum

Keflavík lauk stuttri æfingaleikjahrinu gegn ÍBV í Reykjaneshöllinni á laugardaginn.  Eyjamenn sigruðu 3-1 en Theodór Guðni Halldórsson skoraði mark Keflavíkur.  Strákarnir eru nú komnir í jólafrí en hefja æfingar að nýju strax eftir áramót.  Þá styttist í fótbolta.net-mótið sem hefst með leik gegn Blikum þann 14. janúar í Reykjaneshöllinni.

Meistaraflokkur kvenna lýkur árinu með léttu æfingamóti þann 21. desember en stelpurnar byrja svo aftur að æfa strax 2. janúar.  Þær hefja svo leik í Faxaflóamótinu þann 8. janúar og leika þá gegn Álftanesi í Reykjaneshöllinni.

Gert er hlé á æfingum yngri flokka á meðan jólafrí er í skólum en eldri flokkarnir hefja svo flestir leik í Faxaflóamótunum um miðjan janúar.