Fréttir

Knattspyrna | 17. desember 2004

Jólagleði yngri flokka

Í dag, föstudaginn 17. desember fer fram árleg jólagleði yngri flokka Keflavíkur í Reykjaneshöll.
Mótið er með frekar óvenjulegu sniði og er eingöngu fyrir iðkendur hjá Keflavík. Leikmönnum verður skipt í nokkur 6 - 7 manna lið sem verður blanda af leikmönnum flokkanna ásamt því að í liðunum verða leikmenn úr meistaraflokki Keflavíkur (karla og kvenna). 
Að lokinni keppni verður farið í vítaspyrukeppni þar sem vítakóngur og vítadrottning verða krýnd með flugeldaverðlaunum.
Í lok dags fá allir þátttakendur pizzu og gos frá LANGBEST. Einnig verða dregin út fjöldi aukaverðlauna m.a. flugeldapakki frá K- flugeldum og pizzuveislur frá Langbest.

Keppendur mæta gjarnan skemmtilega klæddir á þennan jólaviðburð og verða  veitt verðlaun fyrir skemmtilegasta búninginn og flippaðasta hárið.
Keppnin er tvískipt; yngri hópurinn (8 - 11 ára piltar og stúlkur) keppa kl. 13:30 - 16:00, eldri hópurinn (12 - 15 ára piltar og stúlkur) keppa kl. 16:00 - 18:15.
Til gamans fylgja hér nokkrar myndir frá jólagleðinni 2003 !