Fréttir

Knattspyrna | 21. desember 2004

Jólagleði Yngri flokka !

JÓLAGLEÐI YNGRI FLOKKA

Föstudaginn 18. desember fór fram jólagleði yngri flokka Keflavíkur í Reykjaneshöll.  Um er að ræða árlegan viðburð þar sem iðkendur Keflavíkur spila nokkra leiki og er um einstaklingskeppni er að ræða..  Keppendum var skipt í tvo hópa, yngri hópurinn (8 – 11 ára piltar og stúlkur) kepptu fyrri hluta dags og eldri hópurinn (12 – 15 ára piltar og stúlkur) kepptu seinni part dags.   Með krökkunum í liði voru leikmenn meistaraflokks Keflavíkur (karla og kvenna).  Hjá yngri hópnum kepptu Hólmar Örn Rúnarsson, Haraldur Freyr Guðmundsson og Lilja Íris Gunnarsdóttir.  Hjá eldri hópnum kepptu Hörður Sveinsson og Zoran Daníel Ljubicic.  Krakkarnir höfðu sérlega gaman af því að hafa þessar stjörnur með sér í liði.  Að lokinni keppni var farið í vítakeppni og þar stóðu í marki 3 landskunnir markverðir; Magnús Þormar og Guðmundur Árni Þórðarson, markverðir meistaraflokks Keflavíkur ásamt unglingalandsliðsmarkverðinum Hirti Pálssyni úr Grindavík.
Þegar keppni var lokið fengu allir pizzu og gos frá Langbest og því næst fór fram verðlaunaafhending.  Hjá yngri hópnum sáu Hólmar, Haraldur og Lilja um verðlaunaafhendinguna.  Hjá eldri hópnum voru það Zoran og Hörður ásamt keflvísku atvinnumönnunum Jóhanni Birnir Guðmundssyni (Örgryte) og Hjálmari Jónssyni (Gautaborg).

Verðlaunahafar dagsins voru eftirtaldir:
YNGRI HÓPUR:
Stigahæsti keppandi pilta:  Axel Snorrason
Stigahæsti keppandi stúlkna:  Signý Gunnarsdóttir
Vítakóngur: Davíð Guðlaugsson
Vítadrottning: Heiða Helgudóttir
Besti búningurinn:  Ási Skagfjörð Þórhallsson
Flippaðasta hárið:  Friðrik Daði Bjarnason
Að auki voru veitt fjöldi aukaverðlauna.

ELDRI HÓPUR:
Stigahæsti keppandi pilta:  Fannar Þór Sævarsson
Stigahæsti keppandi stúlkna:  Guðrún Ólöf Olsen
Vítakóngur:  Erlingur Helgason
Vítadrottning:  Sigurbjörg Auðunsdóttir
Besti búningurinn:  Brynjar Sigurðsson
Flippaðasta hárið:  Andri Helgason
Að auki voru veitt fjöldi aukaverðlauna.

Hér koma nokkrar myndir frá jólagleðinni, fleiri myndir birtast síðar.

Lilja Íris Gunnarsdóttir, Ingvi Rafn Guðmundsson og Hólmar Örn Rúnarsson ásamt verðlaunahöfum; Friðrik Daði Bjarnason (flippaðasta hárið) og Ási Skagfjörð Þórhallsson (skemmtilegasti búningurinn).

 

 

 

 

Andri Helgason (flippaðasta hárið) og Brynjar Sigurðsson (skemmtilegasti búningurinn) hjá eldri hópnum ásamt þeim er afhentu verðlaunin; Zoran Daníel Ljubicic, Hjálmar Jónsson, Hörður Sveinsson og Jóhann Birnir Guðmundsson (ásamt syni sínum).