Jólagleði yngri flokka
Árleg jólagleði yngri flokka Keflavíkur fór fram þriðjudaginn 20. desember í Reykjaneshöll. Það var kátt í Höllinni þar sem um 80 krakkar mættu misvel til fara! Sérstaklega skemmtileg stemmning er gjarnan á jólagleðinni og var þar engin undantekning á í ár. Leikmenn meistaraflokks Keflavíkur, karla og kvenna, mættu og spiluðu knattspyrnu með krökkunum og var það gríðarlega mikið upplifelsi fyrir krakkana sem þau kunnu vel að meta. Það er alveg ómetanlegt þegar leikmenn meistaraflokks, sem eru fyrirmyndir þeirra yngri, gefa svona af sér til yngri kynslóðarinnar. Þeir sem mættu voru: Jónas Guðni Sævarsson, Hörður Sveinsson, Davíð Þór Hallgrímsson, Lilja Íris Gunnarsdóttir, Ásthildur Margrét Hjaltadóttir, Jóhann Birnir Guðmundsson (Örgryte, fyrrum og vonandi verðandi leikmaður Keflavíkur), Gestur Gylfason og Haraldur Guðmundsson (Álasund). Kunnum við þeim miklar þakkir fyrir sitt framlag sem ber þessum leikmönnum gott vitni.
Úrslit dagsins voru sem hér segir:
Stigahæsti piltur dagsins: Magnús Ari Brynleifsson
Stigahæsta stúlka dagsins: Arna Lind Kristinsdóttir
Vítakóngur: Axel Pálmi Snorrason
Vítadrottning: Sigríður Sigurðardóttir
Flippaðasta hárið: Adam Sigurðsson og Bryndís Þóra Ásgeirsdóttir
Skemmtilegasti búningurinn: Andri Þór Unnarsson og Ólöf Rún Halldórsdóttir
Aukaverðlaun: Sigurður Þór Hallgrímsson, Ásgeir Smári Harðarson, Óðinn Jóhannsson, Björn Elvar Þorleifsson, Marta Hrönn Magnúsdóttir, Signý Jóna Gunnarsdóttir
Í verðlaun voru fjölskyldupakkar frá K-Flugeldum og pizza/gos frá Langbest.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá jólagleðinni.
GLEÐILEG JÓL!!
Allir verðlaunahafar dagsins ásamt leikmönnum meistaraflokks.
Á myndina vantar Hörð Sveinsson og Harald Guðmundsson.
Keflavík - Arsenal ! Hvort liðið er betra?! Bergþór Ingi og Leonard.
Þjálfararnir; Elis og Gunnar.
Róbert Freyr Samaniego, Axel Pálmi Snorrason,
Birkir Freyr Birkisson og Óðinn Jóhannsson.
Tómas Orri Tómasson, Eyþór Guðjónsson, Ási Skagfjörð Þórhallsson,
Samúel Kári Friðjónsson og Thor.
Jólasveinninn mætti á svæðið! Elías, Kári,
Patrekur, Arnór og Friðrik Daði.
Tvær prúðbúnar og sætar dömur! Birna Helga og Arna Lind.
Þorbjörn, Tómas og Arnar Már.
Geðveikt fjör!!! Magnús Ari og Eyþór.
Unnar Már, Arnór Smári (hver kannast ekki við þennan
glæsilega búning? Áfram KFK !) og Ólafur Ingvi.
Við erum flottastar! Uppstilling í búningakeppninni.
Sigríður, Guðrún, Birna, Arna og Elva Dögg.
Tómas Orri í hópi fagurra ungra fljóða!
Bryndís Þóra, Ólöf Rún, Katrín og Daníella.
Birkir, Annel, Björn Elvar, Eyþór, Adam og Þorsteinn.
Stór - stærri - stærstur! Keppendur voru á öllum aldri.
Davíð Snær Jóhannsson (8. flokki), Ásgeir Smári og Sigmundur Árni.
Vítakóngurinn Axel Pálmi Snorrason og vítadrottningin
Sigríður Sigurðardóttir ásamt leikmönnum meistaraflokks.
Jónas, Jóhann, Lilja, Ásthildur, Gestur og Davíð.
Jóhann Birnir og Lilja Íris veittu verðlaun fyrir "flippaðasta hárið"!
Adam Sigurðsson og Bryndís Þóra Ásgeirsdóttir hlutu þau
verðlaun, eins og sjá má voru þau vel að verðlaununum komin.
Verðlaun fyrir skemmtilegasta búninginn hlutu Andri Már Unnarsson og
Ólöf Rún Halldórsdóttir. Þau Ásthildur og Jónas afhentu verðlaunin.
Jónas, Jóhann, Lilja, Ásthildur, Gestur og Davíð veittu aukaverðlaun
sem voru 5 boltar áritaðir af leikmönnum meistaraflokks karla.
Verðlaunahafar frá vinstri: Signý, Ásgeir, Óðinn, Björn og Marta.
Aukaverðlaun fengu Sigurður Þór Hallgrímsson sem fékk verðlaunin úr
hendi bróður síns, Davíðs Þórs Hallgrímssonar og Katrín
Jóhannsdóttir, en það var Lilja Íris sem afhenti henni verðlaunin.
Stigahæsti einstaklingur mótsins í stúlknaflokki var Arna Lind
Kristinsdóttir með 89 stig. Á myndinni er Arna ásamt Gesti Gylfasyni.
Stigahæsti einstaklingur mótsins í piltaflokki var Magnús Ari Brynleifsson
með 94 stig. Á myndinni er Magnús ásamt Jónasi Guðna Sævarssyni.
Tveir flottir, nýkomnir úr klippingu! Hervar Bragi og Ási Skagfjörð.