Jólagleði yngri flokka á þriðjudag
Jólagleði yngri flokka fer fram þriðjudaginn 20. desember í Reykjaneshöll. Gleðin er fyrir pilta og stúlkur í 5. og 6. aldursflokki og hefst fjörið kl. 13:30 og lýkur um kl. 16:00. Margt verður til gamans gert en fótboltinn verður þó í hávegum hafður. Leikmenn meistaraflokks Keflavíkur koma í heimsókn og spila þeir m.a. með krökkunum fótbolta ásamt því að afhenda verðlaun dagsins.
Jólagleðin er nú haldin í fimmta sinn og hefur það verið til siðs hjá krökkunum að mæta í ansi skemmtilegum og skrautlegum klæðnaði ásamt fjölbreyttri hárgreiðslu. Verðlaun verða einmitt veitt fyrir "skemmtilegasta búninginn" og "flippaðasta hárið"! Í lok dags verður svo pizzuveisla frá Langbest. Það verður án efa líf og fjör í Höllinni og eru foreldrar og aðrir hvattir til þess að kíkja við í Höllinni og sjá litmikinn og skemmtilegan fótbolta þar sem knattspyrnuhetjurnar okkar í dag ásamt þeim upprennandi spila saman.
Hér að neðan eru svo nokkrar myndir frá Jólagleðinni á síðasta ári, svona rétt til að komast í réttu stemmninguna!