Jón Gunnar kveður
Eins og fram hefur komið hefur Jón Gunnar Eysteinsson ákveðið að yfirgefa okkar herbúðir og ganga til liðs við Fram. Jón Gunnar gekk til liðs við Keflavík vorið 2008 en hann hafði áður leikið með KA og Fjarðarbyggð enda er pilturinn Austfirðingur að uppruna. Jón lék 29 deildarleiki fyrir Keflavík (3 mörk), 4 bikarleiki (1 mark) og Evrópuleikina tvo gegn Valletta í sumar en hann skoraði einmitt glæsilegt mark í heimaleik okkar.
Við þökkum Jóni Gunnari fyrir samveruna í Keflavík og óskum honum velfarnaðar á nýjum vígstöðvum.