Fréttir

Knattspyrna | 8. mars 2011

Jón Örvar fékk starfsbikarinn

Aðalfundur Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags var haldinn mánudaginn 28. febrúar.  Á fundinum voru veittar viðurkenningar fyrir störf í þágu félagsins, þar á meðal Knattspyrnudeildina.  Sigurður Steindórsson hlaut Gull-heiðursmerki Keflavíkur og þeir Hörður Ragnarsson og Jón Ólafur Jónsson voru heiðraðir með Silfur-heiðursmerki félagsins. Þorsteinn Magnússon fékk silfur-starfsmerki fyrir fyrir 10 ára stjórnarsetu og Hjördís Baldursdóttir brons-starfsmerki fyrir fimm ára stjórnarsetu.  Þá fékk Ólafur Birgir Bjarnason starfsmerki UMFÍ.  Síðast en ekki síst fékk Jón Örvar Arason starfsbikar Keflavíkur sem árlega er veittur til þess félagsmanns sem skilað hefur miklu starfi í þágu félagsins.  Jón Örvar er vel að þessari viðurkenningu kominn en hann hefur um árabil unnið ómetanlegt starf fyrir Knattspyrnudeildina.  Hann er nú liðsstjóri meistaraflokks karla en hefur í gegnum árin starfað fyrir knattspyrnuna sem stjórnarmaður, framkvæmdastjóri, markmannsþjálfari og raunar margt fleira.  Lesendur heimasíðunnar ættu einnig að kannast við kappann en hann hefur að mestu leyti séð um fréttir af karlaliðinu okkar fyrir síðuna og auk þess verið óþreytandi við að taka myndir fyrir deildina.

Við óskum þessu ágæta fólki og öðrum sem fengu viðurkenningar til hamingju en hér má sjá meira um aðalfund félagsins.


Einar Haraldsson formaður Keflavíkur, Jón Örvar og Kári Gunnlaugsson varaformaður.
(Mynd frá Víkurfréttum)