Fréttir

Knattspyrna | 5. apríl 2005

Jón Örvar markmannsþjálfari

Ákveðið hefur verið að Jón Örvar Arason verði markmannsþjálfari meistaraflokks karla hjá Keflavík.  Jón Örvar starfaði með markmannsþjálfaranum Stefano Marsella þegar hann var hér í mars til að koma markmannsþjálfun deildarinnar í lag og leggja línurnar fyrir sumarið.  Marsella mun halda áfram að koma hingað og fylgjast með markvörðum Keflavíkur og verða Jóni Örvari innan handar með þjálfunina til að byrja með. 

Jón Örvar er ekki ókunnur markmannsstöðunni.  Hann er fæddur og uppalinn hjá Reyni í Sandgerði, lék síðan með Víði í Garði og endaði farsælan markmannsferil hjá Kelfavík undir stórn Kjartans Mássonar.  Jón Örvar tók þátt í sínum síðasta leik með Keflavík í VISA-bikarkeppninni 2002 gegn Selfossi.  Jón Örvar hafði mikið að gera í  leiknum og flaug milli marksúlanna eins og „múrsteinn“ og höfðu Selfyssingar sem ýmsu eru vanir á orði : „Suðurlandsskjálftinn HVAÐ?“