Fréttir

Knattspyrna | 9. október 2003

Jón Pétur framkvæmdastjóri

Jón Pétur Róbertsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar.  Jón Pétur er ekki ókunnugur í Keflavík því hann var yfirþjálfari yngri flokka Keflavíkur árið 1998.  Eftir það hélt hann til Gautaborgar og lauk þar námi sem íþrótta- og tómstundafulltrúi en Jón Pétur er einnig menntaður sem knattspyrnuþjálfari frá Svíþjóð.  Nú síðast var hann framkvæmdastjóri unglingalandsmóts UMFÍ á Ísafirði.  Við bjóðum Jón Pétur velkominn til starfa en hann hefur störf 15. október.