Jónas hjá Sandefjord
Jónas Guðni Sævarsson, miðjumaðurinn knái, skreppur til Noregs í dag og verður til reynslu hjá úrvalsdeildarliðinu Sandefjord fram á sunnudag. Jónas æfir með liðinu og spilar auk þess einn leik. Það þarf varla að taka fram að Jónas hefur verið lykilmaður hjá okkur Keflvíkingum undanfarin ár og varð m.a. bikarmeistari árin 2004 og 2006. Hann hefur leikið 80 deildarleiki, 13 bikarleiki og 8 Evrópuleiki fyrir Keflavík og skorað tvö deildarmörk og eitt eftirminnilegt mark í bikarnum. Jónas lék með öllum yngri landsliðum Íslands, var valinn í A-landsliðshópinn í haust og var þá varamaður í leik gegn Svíum. Við óskum stráknum góðs gengis ytra.
Jónas fagnar marki sínu gegn Víkingum í undanúrslitaleik VISA-bikarsins.
(Mynd: Eygló Eyjólfsdóttir)