Fréttir

Knattspyrna | 28. maí 2005

Jónas, Hörður og Magnús í U-21 árs liðinu

Þeir Jónas Sævarsson, Hörður Sveinsson og Magnús Þormar eru allir í U-21 árs landsliðshópi Íslands fyrir leikina gegn Ungverjum og Möltubúum í undankeppni Evrópukeppni U-21 árs landsliða.  Ljóst er að Ingvi Rafn Guðmundsson hefði einnig verið í þessum hópi ef hann hefði ekki meiðst illa á dögunum.  Það er ánægjulegt að Keflavík skuli nú reglulega eiga leikmenn í ungmennaliðinu og allt strákar sem hafa alist upp hjá félaginu.  Við óskum þremenningum góðs gengis í þeirri baráttu sem framundan.

 


Hörður Sveinsson undir eftirliti í leiknum gegn KR á dögunum.
(Mynd: Eygló Eyjólfsdóttir)