Fréttir

Knattspyrna | 10. október 2006

Jónas í landsliðið

Jónas Guðni Sævarsson hefur verið kallaður inn í landsliðshóp Íslands fyrir leikinn gegn Svíum í undankeppni EM 2008.  Forföll hafa orðið í hópnum vegna meiðsla og veikinda og geta þeir Helgi Valur Daníelsson og Veigar Páll Gunnarsson ekki tekið þátt í leiknum.  Jónas hefur því verið valinn í hópinn fyrir þennan mikilvæga leik.  Þetta er verðskuldaður heiður fyrir Jónas sem átti frábært tímabil í ár og hefur verið lykilmaður í Keflavíkurliðinu undanfarin ár.  Við óskum Jónasi til hamingju með áfangann og óskum honum góðs gengis í þessu verkefni.


Jónas fagnar markinu sínu gegn Víkingum í undanúrslitum VISA-bikarsins.
(Mynd: Eygló Eyjólfsdóttir)