Jónas og Hörður í 21 árs liðinu
Jónas Guðni Sævarsson og Hörður Sveinsson eru fulltrúar Keflavíkur í 18 manna hópi U21 árs landsliðs Íslands sem mætir Eistlandi miðvikudaginn 18. ágúst. Það er ánægjulegt að Eyjólfur Sverrisson þjálfari hafi valið þá félaga sem eru meðal 12 nýliða í hópnum að þessu sinni. Við óskum þeim félögum til hamingju með áfangann sem er einnig viðurkenning fyrir félagið sem hefur telft fram mörgum ungum leikmönnum í sumar og undanfarin ár. Hægt er að sjá hópinn á heimasíðu KSÍ.
Hörður skorar gegn KR-ingum fyrr í sumar.
(Mynd: Hilmar Bragi / Víkurfréttir)