Fréttir

Knattspyrna | 25. september 2005

Jónas og Hrefna leikmenn ársins

Jónas Guðni Sævarsson og Hrefna Magnea Guðmundsdóttir voru útnefnd leikmenn ársins hjá Keflavík á lokahófi Knattspyrnudeildar sem haldið var í Stapanum í gærkvöldi.  Hófið var glæsilegt og vel sótt enda við hæfi að fagna eftir gott sumar hjá meistaraflokki karla, meistaraflokki kvenna og 2. flokki karla.  Fjölmargar viðurkenningar voru veittar sem nánar verður sagt frá síðar og knattspyrnufólkið steig á stokk með skemmtiatriði sem verða lengi í minnum höfð.  Gestir gæddu sér á glæsilegum veitingum þeirra Stapa-manna og skemmtu sér síðan fram á nótt.  Við segjum meira frá hófinu við fyrsta tækifæri og birtum þá einnig myndir af herlegheitunum.



Hrefna og Jónas voru vel að útnefningunum komin.
(Mynd:
Jón Örvar Arason)