Fréttir

Knattspyrna | 4. október 2007

Jónas og Lilja leikmenn ársins

Lokahóf Knattspyrnudeildar var haldið á Ránni um síðustu helgi.  Að venju var veittur fjöldi viðurkenninga og stuðnings- og styrktaraðilum þakkað fyrir sitt framlag.  Hápunktur kvöldsins var að sjálfsögðu þegar leikmenn ársins í meistaraflokki voru útnefndir.  Það voru fyrirliðar liðanna okkar sem urðu fyrir valinu að þessu sinni, þau Jónas Guðni Sævarsson og Lilja Íris Gunnarsdóttir.  Í meistaraflokki karla var Hallgrímur Jónasson valinn efnilegast leikmaðurinn og hjá kvennaliðinu var Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir valinn besti félaginn og Anna Rún Jóhannsdóttir fékk viðurkenningu fyrir mestu framfarir.  Hjá 2. flokki karla var Garðar Eðvaldsson besti leikmaðurinn, Högni Helgason sá efnilegast og Bjarki Þór Frímannsson besti félaginn.  Eva Kristinsdóttir er besti leikmaður 2. flokks kvenna og Bryndís Bjarnadóttir efnilegust en hún var einnig valin besti félaginn.  Auk þess fengu leikmenn viðurkenningar fyrir landsleiki, markaskorun, fallegustu mörkin, leikjafjölda og margt fleira. 


Erla Sigursveinsdóttir, móðir Lilju Írisar, og Jónas Guðni með bikarana.
(Mynd: Jón Örvar Arason)