Jónas og Nína Ósk í liði ársins
Þau Jónas Guðni Sævarsson og Nína Ósk Kristinsdóttir voru í sviðsljósinu á lokahófi KSÍ á laugardaginn. Þau voru í úrvalsliðum Landsbankadeilda karla og kvenna enda áttu þau bæði frábær keppnistímabil með Keflavík. Nína Ósk fékk einnig silfurskó Adidas en hún varð næstmarkahæst í deildinni í sumar. Jónas fékk háttvísisverðlaun MasterCard í Landsbankadeild karla. Við óskum þeim Nínu og Jónasi til hamingju með viðurkenningar sínar.
Myndir: Jón Örvar Arason
Nína Ósk í hópa markadrottninga sumarsins. Nína er í rauða kjólnum!
Jónas fagnar með Guðjóni og aðdáendum.