Fréttir

Knattspyrna | 9. nóvember 2006

Jónas OLÍS-leikmaður ársins

OLÍS-umboðið hefur um árabil verið einn helsti styrktaraðili Knattspyrnudeildar Keflavíkur og hefur umboðið m.a. verðlaunað OLÍS-leikmann ársins sem valinn er í lok hverrar leiktíðar.  Að þessu sinni varð Jónas Guðni Sævarsson fyrir valinu og afhenti  Steinar Sigtryggsson, umboðsmaður OLÍS í Keflavík, Jónasi OLÍS-bikarinn í kaffisamsæti sem haldið var fyrir styrktaraðila Knattspyrnudeildar.  Steinar lofaði Jónas í hástert við þetta tækifæri og það kemur ekki á óvart enda lék Jónas frábærlega í sumar eins og undanfarin ár.  Hann er orðinn einn traustasti leikmaður Keflavíkurliðsins og góð fyrirmynd ungra knattspyrnumanna.  Við óskum Jónasi til hamingju með viðurkenninguna.


Steinar afhendir Jónasi OLÍS-bikarinn og Rúnar formaður fylgist með.
(Mynd: Eygló Eyjólfsdóttir)