Jónas til KR
Jónas Guðni Sævarsson hefur yfirgefið lið Keflavíkur og gengið til liðs við KR. Félögin hafa náð samkomulagi um félagaskipti Jónasar og hann hefur undirritað samning við KR. Jónas er 24 ára, hann lék með Keflavík gegnum alla yngri flokka og lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2002. Síðan hefur hann verið fastamaður í liði Keflavíkur og var fyrirliði þess í sumar. Jónas hefur leikið 96 deildarleiki með Keflavík (2 mörk), 14 bikarleiki (1 mark) og 10 Evrópuleiki. Hann hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands og verið í A-landsliðshópi. Við þökkum Jónasi framlag hans til knattspyrnunnar í Keflavík og óskum honum góðs gengis á nýjum vígstöðvum.
Jónas í leik með Keflavík í sumar.
(Mynd: Jón Björn Ólafsson / Víkurfréttir)