Fréttir

Knattspyrna | 17. febrúar 2007

Jónas verður fyrirliði

Hið eiginlega keppnistímabil knattspyrnumanna hefst nú um helgina með fyrstu leikjunum í Lengjubikarnum.  Keflavík leikur sinn fyrsta leik á morgun, sunnudag, í Reykjaneshöll kl. 15:00 gegn lærisveinum Gunnars Oddssonar í Þrótti.  Þar er væntanlega hörkuviðureign í vændum.  Að þessu tilefni héldu okkar menn fund með þjálfara og stjórn í dag þar sem farið var yfir stöðu mála hjá liðinu og línur lagðar fyrir komandi keppnistímabil.  Á fundinum bar það hæst að Kristján Guðmundsson þjálfari liðsins tilkynnti að Guðmundur Steinarsson hefði óskað eftir því að verða leystur undan starfi fyrirliða.  Við fyrirliðabandinu tekur Jónas Guðni Sævarsson og varafyrirliði er nú Kenneth Gustavsson.  Kristján virti ósk Guðmundar og varð við beiðni hans eftir fund þeirra á milli.  Heimasíðan vill geta þess að ekkert dramatískt er á bak við þessa ákvörðun þeirra félaga, fundur þeirra er þó trúnaðarmál en ákvörðunin væntanlega tekin með hag Keflavíkurliðsins að leiðarljósi.

Eitthvað er um meiðsli í herbúðum okkar fyrir leikinn á morgun en heimasíðan tippar á eftirfarandi byrjunarlið :

Ómar

Gaui - Kenneth - Berry - Hilmar

Maggi - Baldur - Jónas - Haddi

Gummi - Einar Örn

Meiddir: Davíð, Guðmunur Mete, Stefán Örn, Ólafur Jón, Óttar, Símun og Þórarinn.
Ókomnir til landsins: Nicolai, Marco, Branco, Bjarki Freyr og Þorsteinn Atli.


Grein og myndir: Jón Örvar Arason


Jónas og Guðmundur.


Kenneth er varafyrirliði.