K-Klúbbur - viðurkenning
Stjórn Knattspyrnudeildar Keflavíkur hefur áhveðið að þakka félögum í stuðningsmannaklúbbi Keflavíkur K-Klúbbnum samstarfið í sumar. Þeir félagar sem hafa greitt eða samið um árgjöld sín í K-Klúbbnum fá sem þakklætisvott fyrir samstarfið í sumar miða á undanúrslitaleik Keflavíkur -HK n.k. sunnudag kl. 14.00 og nýja húfu sem deildin hefur látið útbúa ásamt trefli. Gjafirnar verða afhentar á skrifstofu Knattspyrnudeildar í Sundlaugarkjallara í dag mánudag, miðvikudag og föstudag kl. 17:00-19:00.