Fréttir

Knattspyrna | 16. maí 2004

K-Klúbburinn af stað

Þessa dagana er verið að koma K-Klúbbnum af stað fyrir sumarið og meiningin er að gera enn betur við K-Klúbbsfélaga en áður.  Árgjaldið verður það sama eða 20.000 kr. og verður boðið upp á léttar veitingar fyrir leiki og í hálfleik.  Byrjað verður með opnunarkvöldi á Ránni miðvikudaginn 19. maí kl. 20.00, daginn fyrir stórleikinn á móti KR, fyrsta heimaleik Landsbankadeildarinnar í sumar.  Á fundinum mun formaður knattspyrnudeildar, Rúnar Arnarson, gera grein fyrir málefnum deildarinnar og Milan Stefán Jankovic þjálfari fara yfir gang mála hjá liðinu.