Fréttir

Knattspyrna | 2. maí 2008

K-Klúbburinn af stað

Nú þegar að sólin hækkar á lofti fer knattspyrnuvertíðin að hefjast.  K-Klúbburinn leitar eftir meðlimum í stuðningsmannahóp sinn.  Í klúbbnum er fast árgjald sem inniheldur alla heimaleiki sumarsins, veitingar fyrir leik og í hálfleik í K-húsinu v/Hringbraut.  Fyrir leiki hefur einnig skapast sú hefð að þjálfari mæti og tilkynni lið sitt og ráðabrugg til að leggja andstæðinginn.  Eins eru gestir á vegum aðkomuliða einnig á staðnum.  Komið, verið með og styðjið Keflavík til góðra verka í sumar.  Áfram Keflavík.

Áhugasömum stuðningsmönnum er bent á að hafa samband við Þorgrím í síma 860-5281.

Við minnum á að fyrsti heimaleikurinn er 10. maí gegn Val.