Knattspyrna | 19. maí 2004
K-Klúbburinn af stað í kvöld
Við minnum á að K-Klúbburinn hefur starfsemi sína á Ránni í kvöld miðvikudag kl. 20.00 þar sem formaður knattspyrnudeildar, Rúnar Arnarson, og þjálfarinn Milan Stefán Jankovic gera grein fyrir undirbúningi liðsins og sumrinu framundan. Þeir sem kjósa að gerast K-Klúbbsmeðlimir geta skráð sig í klúbbinn en því fylgir ýmis fríðindi, veitingar fyrir leiki og í hálfleik.