Fréttir

Knattspyrna | 7. apríl 2005

K-klúbburinn hefur sumarstarfið

K-Klúbburinn, stuðningsmannaklúbbur Keflavíkur er að hefja undirbúning fyrir komandi keppnistímabil og eiga félagar í K-klúbbnum von á ýmsum nýjungum í félagsstarfinu.  Ekki verður gerð grein fyrir því öllu hér enda verða einhverjar óvæntar uppákomur á tímabilinu en þó er ákveðið að félagsmenn fái nú mun meira fyrir árgjaldið en áður hefur verið.  Farin verður ein hópferð félagsmanna í K-klúbbnum á valinn útileik.  Í ferðinni verður boðið í heimsókn til stuðningsfyrirtækis Keflaíkur, boð á leikinn og sigri fagnað á viðeigandi hátt á heimleiðinni.  Stjórn K-klúbbsins mun standa fyrir sérstakri dagskrá félagsmanna vegna Evrópuleikja Keflavíkur í sumar.  Þá verður hefðbundinn fundur félagsmanna með stjórn Knattspyrnudeildar og þjálfurum fyrir fyrsta leik.

Í sumar verður tekið mjög ákveðið á því að eingöngu félagsmenn mæti á samkomur K-klúbbsins fyrir leiki.  Eins verða félagsmenn að ganga frá greiðslu árgjalds eða semja um greiðslur fyrir 15. júní.  Árgjald verður óbreytt frá síðasta ári þrátt fyrir meiri þjónustu við félagsmenn. 

Á næstunni fá K-Klúbbs félagsmenn send skírteini sín fyrir sumarið ásamt rukkun fyrir árgjaldið.  Þá ætla stjórnarmenn að gera átak í fjölgun félagsmanna og þeir aðilar sem áhuga hafa á því að gerast félagar hafið samband við undirritaða: Eiður í síma 898-6855, Sveinn í síma 896-4257 og Þorgrímur í síma 860-5281.  Eins er hægt að skrá sig á eftirfarandi netföng. glabon@simnet.is, svenni@simnet.is og togg@hs.is.