Fréttir

Knattspyrna | 20. maí 2010

K-klúbburinn hittist fyrir leik

Meðlimir K-klúbbsins ætla að hittast fyrir leikinn gegn Fylki.  Mæting er í salnum á 2. hæð í Reykjaneshöllinni kl. 18:00.  Á fundinum geta nýir meðlimir gengið í klúbbinn.  Félagsgjaldið er 20.000 kr. fyrir sumarið og inn í því er aðgangur á alla leiki Keflavíkur í Pepsi-deildinni, kaffiveitingar fyrir leik og í hálfleik, spjall með þjálfara á fundum fyrir leik og margt fleira.  Þeir sem hafa áhuga á að ganga í klúbbinn geta líka haft samband við Togga í síma 860-5281 eða á toggi@hs.is.