Fréttir

Knattspyrna | 10. febrúar 2004

KB Bankamót hjá 7. flokki

Keflavík og KB Banki stóðu fyrir knattspyrnumóti hjá 7. flokki s.l. laugardag.  Leikið var í Reykjaneshöll og voru þátttakendur um 230 og komu frá eftirtöldum félögum:  Keflavík, Njarðvík, Reyni, Víði, ÍA, Þrótti R. og Víkingi R. 

Mótið gekk mjög vel fyrir sig og var leikgleðin í fyrirrúmi.  Keppt var í 4 deildum, en ekki voru krýndir neinir sigurvegarar.  Í mótslok fengu allir þátttakendur verðlaunapening ásamt pizzuveislu frá Langbest.  Hér má sjá nokkrar myndir frá mótinu.