Fréttir

Knattspyrna | 14. janúar 2011

Keflavík - Breiðablik á laugardag kl. 10:00

Keflavík og Breiðablik mætast í Reykjaneshöllinni á laugardag kl. 10:00 en leikurinn er liður í fótbolti.net mótinu.  Alls taka átta lið þátt í mótinu sem fer fram í janúar og febrúar.  Keflavík er þar í riðli með Breiðablik, Grindavík og HK.  Í hinum riðlinum leika svo FH, ÍA, ÍBV og Stjarnan.  Það eru því hörkuleikir framundan og óhætt að hvetja stuðningsmenn til að mæta og styðja okkar lið.