Fréttir

Knattspyrna | 17. júlí 2010

Keflavík - Breiðablik á sunnudag kl. 20:00

Sunnudaginn 18. júlí er komið að enn einum toppleiknum þegar Blikar heimsækja okkur í 12. umferð Pepsi-deildarinnar.  Leikurinn fer fram á Sparisjóðsvellinum og hefst kl. 20:00.  Fyrir umferðina er Keflavík í 3. sæti deildarinnar með 19 stig en Breiðablik er í efsta sætinu ásamt Eyjamönnum með 23 stig.  Það er því mikið í húfi; okkar menn þurfa sigur til að halda í við toppliðin en gestirnir vilja auðvitað tryggja stöðu sína á toppnum.  Það er því ljóst að það verður hörkuleikur og mikil stemmning á Sparisjóðsvellinum og engin ástæða til að láta sig vanta enda spáin góð.  Dómari leiksins verður hinn síkáti Þóroddur Hjaltalín Jr., aðstoðardómarar hans verða Jóhann Gunnar Guðmundsson og Sverrir Gunnar Pálmason en eftirlitsmaður KSÍ er Þórður Ingi Guðjónsson.  Þess má geta að leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport þannig að þeir sem eru fastir í sumarbústöðum geta fylgst með þar, við reiknum með öðrum á völlinn.

Keflavík og Breiðablik hafa leikið 43 leiki í efstu deild, þann fyrsta árið 1971.  Keflavík hefur unnið 21 leik og Breiðablik 12 en tíu leikjum hefur lokið með jafntefli.  Markatalan er 79-60 fyrir Keflavík.  Stærsti sigur Keflavíkur í leikjum liðanna er 5-0 sigur árið 2006 en Breiðablik vann 3-0 sigur á heimavelli árið 1982 og í Keflavík í fyrra.  Átta leikmenn í leikmannahópi Keflavíkur hafa skorað gegn Blikum í efstu deild; Guðmundur Steinarsson hefur skorað fimm mörk, Haukur Ingi Guðnason fjögur og þeir Alen Sutej, Magnús Þorsteinsson, Magnús Þórir Matthíasson, Bjarni Hólm Aðalsteinsson, Hólmar Örn Rúnarsson og Guðjón Árni Antoníusson hafa skorað eitt mark hver. 

Keflavík og Breiðablik hafa leikið sjö leiki í næstefstu deild, fyrst árið 1957 og síðast árið 2003.  Keflavík vann sex leikjanna en Breiðablik einn og markatalan er 25-6 fyrir Keflavík.  Magnús Þorsteinsson skoraði þrjú mörk gegn Breiðabliki í B-deildinni árið 2003 og Hörður Sveinsson eitt. 

Liðin hafa leikið sjö leiki í bikarkeppni KSÍ, fyrst árið 1961 og þann síðasta í fyrra.  Breiðablik hefur unnið fimm leiki en Keflavík tvo en markatalan er þó 17-12 fyrir Keflavík í bikarleikjum liðanna.  Guðjón Árni Antoníusson hefur skorað tvö bikarmörk gegn Blikum og Guðmundur Steinarsson eitt.

Fyrr í sumar mættust liðin í 1. umferðinni í Pepsi-deildinni.  Keflavík vann í hörkuleik og skoraði Alen Sutej eina mark leiksins.  Aldrei þessu vant ákváðu liðin að mætast ekki í bikarkeppninni í sumar.

Nokkrir leikmenn hafa leikið með báðum þessum liðum og má þar nefna Kristján Brooks, Kjartan Einarsson, Helga Bentsson og Sigurjón Kristjánsson.

Úrslit í leikjum Keflavíkur og Breiðabliks í efstu deild í Keflavík hafa orðið þessi undanfarin ár:

2009 Keflavík - Breiðablik 0-3
2008 Keflavík - Breiðablik 3-1 Patrik Redo 2
Guðmundur Steinarsson
2007 Keflavík - Breiðablik 0-3
2006 

Keflavík - Breiðablik

5-0 Stefán Örn Arnarson 2
Baldur Sigurðsson 2
Símun Samuelsen
2001

Keflavík - Breiðablik

2-1 Þórarinn Kristjánsson
Haukur Ingi Guðnason
2000

Keflavík - Breiðablik

1-0 Guðmundur Steinarsson
1999

Keflavík - Breiðablik

2-1 Kristján Brooks 2
1996

Keflavík - Breiðablik

1-1 Haukur Ingi Guðnason
1995

Keflavík - Breiðablik

1-1 Róbert Sigurðsson
1994

Keflavík - Breiðablik

4-0 Óli Þór Magnússon 3
Ragnar Margeirsson