Keflavík - Breiðablik á sunnudag kl. 20:00
Um helgina skellur á leikur í 3. umferð Pepsi-deildarinnar þegar Breiðablik kemur í heimsókn. Leikurinn verður á Nettó-vellinum í Keflavík sunnudaginn 17. maí kl. 20:00. Okkar menn vilja auðvitað hrista af sér slenið eftir tvö töp í fyrstu umferðunum en Blikar hafa gert jafntefli í báðum leikjum sínum. Það er rétt að geta þess að leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Það verður grill í félagsheimilinu fyrir leik og um að gera og kíkja og spá í spilin. Þar opnar kl. 18:00.
Dómararnir
Dómari leiksins verður Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, aðstoðardómarar þeir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Oddur Helgi Guðmundsson, varadómari Sigurður Óli Þórleifsson og eftirlitsmaður KSÍ er Jón Sigurjónsson.
Stuðullinn
1 | X | 2 | |
Lengjan | 3,65 | 3,10 | 1,60 |
Getraunanúmer Keflavíkur er 230.
Efsta deild
Keflavík og Breiðablik hafa leikið 52 leiki í efstu deild, þann fyrsta árið 1971. Keflavík hefur unnið 23 leiki og Breiðablik 17 en tólf leikjum hefur lokið með jafntefli. Markatalan er 89-84 fyrir Keflavík. Stærsti sigur Keflavíkur í leikjum liðanna er 5-0 sigur árið 2006 en Breiðablik hefur þrisvar unnið 3-0.
Liðin hafa leikið 26 sinnum í Keflavík í efstu deildinni. Þar hefur Keflavík unnið 10 leiki, sjö hefur lokið með jafntefli en Breiðablik hefur níu sinnum unnið hér í efstu deild. Markatalan í heimaleikjum gegn Breiðabliki er 49-37 fyrir Keflavík.
Níu leikmenn í leikmannahópi Keflavíkur hafa skorað gegn Blikum í efstu deild; Hörður Sveinsson, Jóhann Birnir Guðmundsson og Magnús Þorsteinsson hafa gert tvö mörk hver og Frans Elvarsson, Bojan Stefán Ljubicic, Sigurbergur Elísson, Magnús Þórir Matthíasson, Guðjón Árni Antoníusson og Hólmar Örn Rúnarsson hafa skorað eitt mark hver.
Alls hafa 46 leikmenn skorað fyrir Keflavík gegn Breiðabliki í efstu deild. Þar er Steinar Jóhannsson með flest mörk eða átta talsins og næstur er Ragnar Margeirsson með sjö mörk.
B-deild
Keflavík og Breiðablik hafa leikið sjö leiki í næstefstu deild, fyrst árið 1957 og síðast árið 2003. Keflavík vann sex leikjanna en Breiðablik einn og markatalan er 25-6 fyrir Keflavík. Magnús Þorsteinsson skoraði þrjú mörk gegn Breiðabliki í B-deildinni árið 2003 og Hörður Sveinsson eitt.
Bikarkeppnin
Liðin hafa leikið sjö leiki í bikarkeppni KSÍ, þann fyrsta árið 1961 og þann síðasta árið 2009. Breiðablik hefur unnið fimm leiki en Keflavík tvo en markatalan er þó 17-12 fyrir Keflavík í bikarleikjum liðanna. Guðjón Árni Antoníusson hefur gert tvö mörk í bikarleikjum gegn Blikum.
Síðast
Liðin mættust að sjálfsögðu tvisvar í Pepsi-deildinni síðasta sumar. Fyrri leiknum á Nettó-vellinum lauk 2-0 þar sem Elías Már Ómarsson gerði bæði mörk Keflavíkur. Seinni leiknum í Kópavogi var hins vegar sannkallaður markaleikur en þar gerðu bæði lið fjögur mörk. Aron Rúnar Heiðdal, Elías Már Ómarsson, Hörður Sveinsson, Frans Elvarsson skoruðu fyrir Keflavík en Guðjón Pétur Lýðsson, Höskuldur Gunnlaugsson, Stefán Gíslason og Baldvin Sturluson gerðu mörk Blika sem jöfnuðu í blálokin.
Bæði lið
Nokkrir leikmenn hafa leikið með báðum þessum liðum og má þar nefna Stefán Gíslason, Kristján Brooks, Kjartan Einarsson, Helga Bentsson og Sigurjón Kristjánsson. Nú eru tveir fyrrverandi leikmenn Breiðabliks í okkar röðum, Sindri Snær Magnússon og Páll Olgeir Þorsteinsson og í liði Breiðabliks er fyrrverandi leikmaður okkar, Gunnleifur Gunnleifsson.
Síðustu leikir
Úrslit í leikjum Keflavíkur og Breiðabliks í Keflavík hafa orðið þessi undanfarin ár:
Dags. | Keppni | Áh. | Úrslit | Mörk Keflavíkur |
15.05.2014 | A-deild | 1250 | 2-0 |
Elías Már Ómarsson 62. Elías Már Ómarsson 82. |
14.07.2013 | A-deild | 830 | 1-2 | Elías Már Ómarsson 51. |
23.09.2012 | A-deild | 860 | 2-3 |
Hörður Sveinsson 53. Rafn Markús Vilbergsson 90. |
Ómar Jóhannsson varði vítaspyrnu Finns Orra Margeirssonar | ||||
05.09.2011 | A-deild | 623 | 1-1 | Jóhann B. Guðmundsson 43. |
18.07.2010 | A-deild | 812 | 0-2 | |
09.08.2009 | A-deild | 812 | 0-3 | |
Magnús Þorsteinsson skaut yfir úr vítaspyrnu | ||||
07.09.2008 | A-deild | 1030 | 3-1 |
Patrik Redo 48. Guðmundur Steinarsson 62. Patrik Redo 81. |
09.08.2007 | A-deild | 580 | 0-3 | |
28.06.2006 | A-deild | 727 | 5-0 |
Stefán Örn Arnarson 15. Baldur Sigurðsson 19. Stefán Örn Arnarson 45. Baldur Sigurðsson 53 Símun Samuelsen 73. |
Stærsti sigur Keflavíkur gegn Breiðabliki í efstu deild | ||||
25.07.2003 | B-deild | - | 3-1 |
Hörður Sveinsson 27. Magnús Þorsteinsson 88. Zoran Daníel Ljubicic 90. (v) |