Fréttir

Knattspyrna | 28. júní 2006

Keflavík - Breiðablik í kvöld kl. 19:15

Þá er komið að lokaleik fyrri umferðar Landsbankadeildarinnar og mótherjinn er Breiðablik.  Blikarnir eru komnir með tíu stig og hafa staðið sig mjög vel.  Það er alltaf mikið fjör þegar Blikar eru að spila enda eru þeir búnir að skora 16 mörk og fá á sig 17.  Keflvíkingar eru með átta stig og eru í fallsæti.  Nú er komið að Keflavík að sýna sitt sitt rétta andlit eftir dapra leiki undanfarið.  Við erum komnir áfram í Intertoto-keppninni og það ætti að ýta undir góðan leik okkar manna. 

Í síðustu 14 leikjum liðanna hefur alltaf verið skorað.  Í síðustu sjö leikjum á heimavelli hefur Keflavík unnið fimm leiki og tvisvar gert jafntefli eins og sjá má hér að neðan.  Markatalan er 14-5.  Breiðablik eru virkilega verðugir andstæðingar með Marel Baldvinsson, markahæsta leikmann mótsins, fremstan í flokki. Það segir sig sjálft að lið sem skorar 16 mörk í átta leikjum er eitthvað sem menn verða að passa sig á.

Sportmenn mæta í K-húsið og verða með sinn leynigest.  Fjölskylduklúbburinn verður með sína góðu dagskrá og hefur fengið Puma-sveitina til liðs við sig.  Það verður fjör í kvöld.

Skora á alla Keflvíkinga að mæta á völlinn og styðja sína menn til sigurs.

ÁFRAM KEFLAVÍK!!

JÖA

Úrslit í leikjum Keflavíkur og Breiðabliks í Keflavík hafa orðið þessi undanfarin ár:

     2003    

Keflavík - Breiðablik 

3-1 Hörður Sveinsson
Magnús Þorsteinsson
Zoran Ljubicic
2001

Keflavík - Breiðablik 

2-1 Þórarinn Kristjánsson
Haukur Ingi Guðnason
2000

Keflavík - Breiðablik 

1-0 Guðmundur Steinarsson
1999

Keflavík - Breiðablik 

2-1 Kristján Brooks 2
1996

Keflavík - Breiðablik 

1-1 Haukur Ingi Guðnason
1995

Keflavík - Breiðablik 

1-1 Róbert Sigurðsson
1994

Keflavík - Breiðablik 

4-0 Óli Þór Magnússon 3
Ragnar Margeirsson
1990

Keflavík - Breiðablik 

0-1
1986

Keflavík - Breiðablik 

1-0 Skúli Rósantsson
1984

Keflavík - Breiðablik 

2-1 Ragnar Margeirsson
Ingvar Guðmundsson