Keflavík - Breiðablik í kvöld kl. 21:00
Eftir rúmlega mánaðar sumarfrí hefst keppni á ný í eldri flokki karla í kvöld (þriðjudag) þegar Keflavík spilar gegn Breiðablik, sem eru margfaldir (en þó ekki núverandi) Íslandsmeistarar í þessum flokki. Leikurinn fram á Iðavöllum 7 og hefst kl. 21:00. Keflavík hefur sigrað í öllum leikjum sínum í sumar og trónir á toppnum með 9 stig. Blikar hafa aftur á móti leikið 2 leiki, sigruðu Stjörnuna 5 - 2 en töpuðu fyrir grönnum sínum í HK 1 - 0. Búast má við hörkuleik í kvöld og mæta Blikar án efa með sterkt lið til leiks, spurning hvort Porcha mæti á ný á Keflavíkurvöll? Keflavík mun tefla fram hörkuliði í kvöld og verða í liðinu margir síungir og reyndir kappar. ÁFRAM KEFLAVÍK !!