Keflavík - Breiðablik í Lengjubikarnum
Í kvöld, miðvikudag, leika Keflavík og Breiðablik í Lengjubikarnum. Leikurinn verður í Reykjaneshöllinni og byrjar kl. 19:00. Blikar hafa unnið alla fjóra leiki sína í riðlinum en okkar menn töpuðu fyrir KR eftir að hafa unnið Gróttu og ÍR. Dómari leiksins verður Þóroddur Hjaltalín Jr., aðstoðardómarar þeir Smári Stefánsson og Viðar Helgason en eftirlitsmaður er Kári Gunnlaugsson.