Fréttir

Knattspyrna | 12. júní 2006

Keflavík - Dungannon í Intertoto Cup

Á þjóðhátíðardaginn 17. júní nk. kl. 17:00 verður flautað til leiks Keflavíkur og Dungannon Swifts FC frá N-Írlandi í UEFA Intertoto Cup 2006.  Mikill áhugi er fyrir leiknum og m.a. koma um 40 manns með Dungannon frá N-Írlandi.  Ákveðið er að miðaverð fyrir fullorðna verði 1.500 og kr. 1.000 fyrir börn.  Aðeins er selt í sæti og stæði eru ekki leyfð í keppnum á vegum UEFA.  Dómarar leiksins koma frá Danmörku, dómari er Peter Rasmunssen, fyrsti aðstoðardómari Henrik Sonderby, annar aðstoðardómari er Lars Christoffersen og fjórði „official“ er Einar Sigurðsson, Íslandi.  Eftirlitsmaður UEFA er Hr. Michel Pralong.