Fréttir

Knattspyrna | 23. júní 2010

Keflavík - FH á fimmtudag kl. 19:15

Keflavík tekur á móti liði FH í 16 liða úrslitum VISA-bikars karla fimmtudaginn 24. júní.  Leikið verður á Njarðtaksvellinum í Njarðvík og menn ætla að hefjast handa kl. 19:15.  Svo skemmtilega vill til að þetta er þriðja árið í röð sem þessi lið mætast í bikarnum á heimavelli okkar.  Okkur hefur gengið vel í þessum leikjum og slegið FH-inga út úr bikarnum tvö síðustu ár.  Í fyrra tryggði Magnús Þorsteinsson sigurinn í 8 liða úrslitum með eina marki leiksins.  Það má því eiga von á skemmtilegum leik eins og alltaf þegar þessi lið mætast.  Okkar menn vilja auðvitað halda áfram þar sem frá var horfið gegn FH í bikarnum en Hafnfirðingar eru sjálfsagt staðráðnir í að gera betur en undanfarin ár.  Dómari leiksins verður enginn annar en alþjóðadómarinn Kristinn Jakobsson, aðstoðardómarar þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Tomasz Jacek Napierajczyk og eftirlitsmaður KSÍ er Sigurður Hannesson. 

Keflavík og FH hafa átta sinnum mæst í bikarkeppninni.  Liðin mættust fyrst í undanúrslitum árið 1972 og gerðu þá markalaust jafntefli.  Á þessum árum var leikinn annar leikur eftir jafntefli og FH-ingar unnu seinni leikinn óvænt en þeir léku þá í 2. deild.  Síðan hefur Keflavík fimm sinnum haft betur gegn FH í bikarnum en FH-ingar tvisvar.  Síðast unnu FH-ingar í eftirminnilegum leik árið 2001 en hann endaði í vítaspyrnukeppni þar sem Gunnaleifur Gunnleifsson misnotaði síðustu spyrnuna.  Gunnleifur lék þá í marki Keflavíkur en leikur nú með FH.  Síðustu tvö ár hefur Keflavík svo slegið FH út með heimasigrum.

Úrslit leikja Keflavíkur og FH í bikarkeppninni hafa orðið þessi:

2009 8 liða úrslit Keflavík - FH 1-0 Magnús Þorsteinsson
2008 16 liða úrslit Keflavík - FH 3-1 Guðmundur Steinarsson
Guðjón Antoníusson
Patrik Redo
2001 8 liða úrslit Keflavík - FH 1-1 (7-8) Guðmundur Steinarsson
1996 16 liða úrslit Keflavík - FH 2-0 Eysteinn Hauksson
Ragnar Margeirsson
  1992 16 liða úrslit

Keflavík - Fram 

1-2 Georg Birgisson
  1986 8 liða úrslit

FH - Keflavík

0-1 Freyr Sverrisson
  1973 8 liða úrslit

Keflavík - Fram 

2-0 Steinar Jóhannsson
Sjálfsmark
  1972 Undanúrslit

FH - Keflavík

2-0
  1972 Undanúrslit

Keflavík - FH

0-0