Keflavík - FH á mánudag kl. 19:15
Fyrsti leikur Keflavíkur í Landsbankadeildinni verður mánudaginn 16. maí þegar Íslandsmeistarar FH koma í heimsókn. Leikurinn fer fram á Keflavíkurvelli og hefst kl. 19:15. Dómari leiksins verður Ólafur Ragnarsson, aðstoðardómarar hans verða þeir Einar K. Guðmundsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson, varadómari er Egill Már Markússon og Ingi Jónsson er eftirlitsmaður KSÍ.
Byrjunarlið Keflavíkur verður líklega þannig skipað í leiknum: Ómar - Guðjón, Brian, Michael, Jónas - Hólmar Örn, Ingvi Rafn, Bjarni, Baldur - Guðmundur, Hörður. Af öðrum er það að segja að Scott Ramsay er meiddur og getur ekki leikið.
Keflavík og FH hafa leikið 30 leiki í efstu deild, þann fyrsta árið 1975. Keflavík hefur unnið 7 leiki, FH hefur unnið 11 en jafntefli hefur orðið í 12 leikjum. Markatalan er 41-43, FH-ingum í vil. Stærsti sigur Keflavíkur í leikjum liðanna er 61 sigur árið 1976 en stærsta tap gegn FH kom árið 1993 þegar FH vann 5-1 í Hafnarfirði. Einn leikmaður sem nú er í leikmannahópi Keflavíkur hefur skorað gegn FH í efstu deild, Guðmundur Steinarsson hefur tvisvar skorað gegn FH.
Liðin hafa einnig mæst sjö sinnum í bikarkeppni KSÍ, fyrst árið 1972 en síðast árið 2000. Hvort lið hefur unnið 3 leiki en einum lauk með jafntefli. Markatalan er 7-5 fyrir Keflavík. Guðmundur Steinarsson hefur skorað eitt bikarmark gegn FH. Það var í leik liðanna árið 2000 sem lauk með 1-1 jafntefli áður en FH-ingar sigruðu í langri og strangri vítaspyrnukeppni.
Síðasta sumar mættust liðin tvisvar í Landsbankadeildinni. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli í Hafnarfirði þar sem FH-ingar skoruðu sjálfsmark áður en Ásgeir Gunnar Ásgeirsson jafnaði leikinn. FH-ingar unnu síðan leikinn í Keflavík 1-0 á leið sinni að Íslandsmeistaratitlinum, Allan Borgvardt setti sigurmarkið.
Nokkur tengsl hafa verið milli Keflavíkur og FH í gegnum árin. Þess má geta að Albert Guðmundsson og sonur hans Ingi Björn þjálfuðu bæði liðin á sínum tíma. Þorsteinn Bjarnason er nú markmannsþjálfari FH en hann er næstleikjahæsti leikmaður Keflavíkur frá upphafi með 180 leiki í efstu deild. Jón Þorgrímur Stefánsson, sem nú er einn sterkasti leikmaður FH-liðsins, lék 5 leiki með Keflavík í efstu deild árið 1996.
Úrslit í leikjum Keflavíkur og FH í Keflavík hafa orðið þessi undanfarin ár:
2004 |
Keflavík - FH |
0-1 | |||
2002 |
Keflavík - FH |
1-1 | Adolf Sveinsson | ||
2001 |
Keflavík - FH |
3-1 | Þórarinn Kristjánsson Haukur Ingi Guðnason Magnús Þorsteinsson | ||
1995 |
Keflavík - FH |
2-0 | Marko Tanasic Jóhann B. Guðmundsson | ||
1994 |
Keflavík - FH |
1-2 | Marko Tanasic | ||
1993 |
Keflavík - FH |
0-1 | |||
1989 |
Keflavík - FH |
1-2 | Kjartan Einarsson | ||
1987 |
Keflavík - FH |
1-0 | Peter Farrell | ||
1986 |
Keflavík - FH |
3-2 | Sigurjón Sveinsson Freyr Sverrisson Óli Þór Magnússon | ||
1985 |
Keflavík - FH |
1-3 | Helgi Bentsson |