Keflavík - FH á mánudag kl. 19:15
Það er óhætt að segj að Íslandsmótið byrji með látum hjá okkar mönnum en þeir hefja leik í Pepsi-deildinni með heimaleik gegn Íslandsmeisturum FH. Leikurinn fer fram á Sparisjóðsvellinum mánudaginn 11. maí og hefst kl. 19:15. Það þarf varla að taka fram að þarna mætast tvö efstu lið síðasta sumars sem háðu þar að auki æsispennandi baráttu um titilinn. Stuðningsmenn beggja liða bíða því væntanlega spenntir eftir því að sjá næsta kafla í framhaldssögunni. Dómari leiksins verður hinn eldhressi Kristinn Jakobsson og aðstoðardómarar þeir Sigurður Óli Þórleifsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson. Varadómari er Örvar Sær Gíslason og Eyjólfur Ólafsson er eftirlitsmaður KSÍ. Fyrir þá sem ekki komast á völlinn má geta þess að leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Keflavík og FH hafa leikið 38 leiki í efstu deild, þann fyrsta árið 1975. Keflavík hefur unnið 9 leiki, FH hefur unnið 17 en jafntefli hefur orðið í 12 leikjum. Markatalan er 50-59, FH-ingum í vil. Stærsti sigur Keflavíkur í leikjum liðanna er 6-1 sigur árið 1976 en stærsta tap gegn FH kom árið 1993 þegar FH vann 5-1 í Hafnarfirði. Fjórir leikmenn sem nú eru í leikmannahópi Keflavíkur hefur skorað gegn FH í efstu deild; Magnús Þorsteinsson hefur skorað fjögur mörk og þeir Símun Samuelsen, Haukur Ingi Guðnason og Jóhann B. Guðmundsson hafa skorað eitt mark hver gegn FH.
Liðin hafa einnig mæst átta sinnum í bikarkeppni KSÍ, fyrst árið 1972 en síðast í fyrrasumar. Keflavík hefur unnið fjóra leik og FH þrjá en einum lauk með jafntefli. Markatalan er 10-6 fyrir Keflavík. Guðjón Árni Antoníusson skoraði í bikarleiknum gegn FH-ingum í fyrra.
Nokkur tengsl hafa verið milli Keflavíkur og FH í gegnum árin. Þess má geta að Albert Guðmundsson og sonur hans Ingi Björn þjálfuðu bæði liðin á sínum tíma. Meðal leikmanna sem hafa leikið fyrir bæði liðin eru Þorsteinn Bjarnason, Jón Þorgrímur Stefánsson, Kristján Hilmarsson, Valþór Sigþórsson og bræðurnir Daníel og Grétar Einarssynir.
Úrslit í leikjum Keflavíkur og FH í Keflavík hafa orðið þessi undanfarin ár:
2008 |
Keflavík - FH |
1-0 | Magnús Þorsteinsson | ||
2007 |
Keflavík - FH |
1-2 | Símun Samuelsen | ||
2006 |
Keflavík - FH |
2-1 | Baldur Sigurðsson 2 | ||
2005 |
Keflavík - FH |
0-3 | |||
2004 |
Keflavík - FH |
0-1 | |||
2002 |
Keflavík - FH |
1-1 | Adolf Sveinsson | ||
2001 |
Keflavík - FH |
3-1 | Þórarinn Kristjánsson Haukur Ingi Guðnason Magnús Þorsteinsson | ||
1995 |
Keflavík - FH |
2-0 | Marco Tanasic Jóhann B. Guðmundsson | ||
1994 |
Keflavík - FH |
1-2 | Marco Tanasic | ||
1993 |
Keflavík - FH |
0-1 |