Fréttir

Keflavík - Fjölnir á mánudag kl. 19:15
Knattspyrna | 9. ágúst 2015

Keflavík - Fjölnir á mánudag kl. 19:15

Nú er stórleikur framundan í Pepsi-deildinni en það er heimaleikur gegn Fjölni í 15. umferð deildarinnar.  Leikurinn verður á Nettó-vellinum í Keflavík mánudaginn 10. ágúst kl. 19:15.  Fyrir leikinn er Keflavík í neðsta sæti deildarinnar með fimm stig en Fjölnir er í 5. sætinu með 23 stig. 

Það þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi leiksins og við treystum á að stuðningsmenn Keflavík fjölmenni og styðji strákana.  Það verður dagskrá í félagsheimilinu frá kl. 18:00 en þar verður boðið upp á súpu og hljómsveit og þeir sem koma merktir Keflavík á völlinn fá frítt inn í boði HS-Orku.

Dómararnir
Dómari leiksins verður Pétur Guðmundsson, aðstoðardómarar þeir Björn Valdimarsson og Smári Stefánsson og eftirlitsmaður KSÍ er Ólafur Kjartansson.

Stuðullinn

  1 X 2
Lengjan 32,05 2,85 1,85

Getraunanúmer Keflavíkur er 230.

Efsta deild
Keflavík og Fjölnir hafa leikið sjö leiki í efstu deild en sá fyrsti kom ekki fyrr en árið 2008.  Bæði lið hafa unnið tvo leiki en þremur leikjum hefur lokið með jafntefli.  Markatalan er 11-10 fyrir Keflavík. 

Liðin hafa þrisvar leikið í Keflavík í deildinni og þar hafa bæði lið unnið einn leik og einum lokið með jafntefli.  Markatalan í leikjum liðanna á heimavelli okkar er einnig jöfn, 4-4.

Fjórir leikmenn sem nú eru í  leikmannahópi okkar hafa skorað gegn Fjölni, Jóhann Birnir Guðmundsson og Magnús Þorsteinsson hafa skorað tvö mörk og Hörður Sveinsson og Magnús Þórir Matthíasson eitt mark hvor.

Alls hafa átta leikmenn skorað fyrir Keflavík gegn Fjölní efstu deild, Jóhann Birnir Guðmundsson, Magnús Þorsteinsson og Guðmundur Steinarsson hafa skorað tvö mörk hver og Hörður Sveinsson, Magnús Þórir Matthíasson, Haukur Ingi Guðnason, Símun Samuelsen og Jón Gunnar Eysteinsson hafa gert eitt mark.

Bikarkeppnin
Liðin hafa einu sinni mæst í bikarkeppninni en það var árið 2005.  Liðin mættust þá í 32 liða úrslitum á Fjölnisvelli og vann Keflavík nauman 4-3 sigur.  Guðmundur Steinarsson skoraði tvö mörk og þeir Hólmar Örn Rúnarsson og Stefán Örn Arnarson eitt hvor.  Atli Guðnason skoraði tvö marka Fjölnis og Tómas Leifsson eitt.

Síðast
Liðin mættust fyrr í sumar í Pepsi-deildinni og þá á heimavelli Fjölnis.  Þar skoruðu Fjölnis-menn eina mark leiksins en það gerði Þórir Guðjónsson.

Síðustu leikir
Úrslit í leikjum Keflavíkur og Fjölnis og á heimavelli okkar hafa orðið þessi:

Dags. Keppni Áh. Úrslit Mörk Keflavíkur
01.06.2014 A-deild 1000 1-1 Hörður Sveinsson 68.
21.06.2009 A-deild 837 3-1 Magnús Þórir Matthíasson 12.    
Magnús Þorsteinsson 20.    
Haukur Ingi Guðnason 81.
23.06.2008 A-deild 1260 1-2 Guðmundur Steinarsson 32.