Fréttir

Keflavík - Fjölnir á sunnudag kl. 19:15
Knattspyrna | 31. maí 2014

Keflavík - Fjölnir á sunnudag kl. 19:15

Keflavík og Fjölnir mætast í 6. umferð Pepsi-deildarinnar sunnudaginn 1. júní.  Leikur liðanna fer fram á Nettó-vellinum í Keflavík og hefst kl. 19:15.  Eins og stundum áður vilja bæði lið öll stigin úr þessum leik enda hafa bæði lið farið vel af stað í sumar.  Fyrir leikinn er Keflavík í 3. sæti deildarinnar með 10 stig en Fjölnismenn eru í 4. sæti með 9 stig.  Dómari leiksins verður Þóroddur Hjaltalín, aðstoðardómarar Áskell Þór Gíslason og Birkir Sigurðarson.  Varadómari verður  Gunnar Jarl Jónsson og eftirlitsmaður KSÍ verður Einar Örn Daníelsson. 

Efsta deild
Keflavík og Fjölnir hafa leikið fjóra leiki í efstu deild, árin 2008 og 2009.  Keflavík vann tvo leikjanna og Fjölnir einn en einum leik lauk með jafntefli.  Markatalan er 9-7 fyrir Keflavík.  Magnús Þorsteinsson hefur skorað tvö mörk gegn Fjölni og Magnús Þórir Matthíasson og Jóhann B. Guðmundsson eitt hvor.

Bikarkeppnin
Liðin hafa einu sinni mæst í bikarkeppninni en það var árið 2005.  Liðin mættust þá í 32 liða úrslitum á Fjölnisvelli og vann Keflavík nauman 4-3 sigur.  Guðmundur Steinarsson skoraði tvö mörk og þeir Hólmar Örn Rúnarsson og Stefán Örn Arnarson eitt hvor.  Atli Guðnason skoraði tvö marka Fjölnis og Tómas Leifsson eitt.

Leikurinn
Keflavík og Fjölnir eigii ekki langa sögu að baki þegar kemur að fyrri leikjum liðanna.  Við rifjum þó upp þegar liðin léku síðast í Keflavík en það var í júní 2009.  Keflavík vann þann leik 3-1 en það voru Magnús Þórir Matthíasson, Magnús Þorsteinsson og Haukur Ingi Guðnason sem gerðu mörk Keflavíkur en það var enginn annar en Gunnar Már Guðmundsson sem skoraði fyrir Fjölni.  Hér má sjá frásögn Morgunblaðsins frá leiknum.
Smellið á fréttina fyrir neðan til að sjá stærri útgáfu.