Fréttir

Knattspyrna | 4. apríl 2007

Keflavík - Fjölnir í kvöld

Keflavík og Fjölnir leika í Lengjubikarnum í dag, miðvikudag.  Leikurinn er heimaleikur okkar og hefst í Reykjaneshöllinni kl. 18:00.  Keflavík er nú með 10 stig eftir sex leiki í riðlinum og er í 4. sæti.  Fjölnismenn eru í 6. sæti með tvö stig eftir 5 leiki.  Við hvetjum stuðningsmenn til að líta við og sjá skemmtilegan leik áður en páskaeggjavertíðin skellur á af fullum þunga.