Keflavík - Fram á mánudag kl. 19:00
Keflavík tekur á móti liði Fram í Lengjubikarnum mánudaginn 16. mars. Leikurinn fer fram í Reykjaneshöllinni og hefst kl. 19:00. Okkar menn hafa unnið báða sína leiki í riðlinum, 3-2 gegn ÍR og 4-2 gegn Selfossi. Framarar eru með þrjú stig eftir 0-2 tap gegn Grindvíkingum og 3-2 sigur á HK. Það má því reikna með spennandi leik í Höllinni og miðað við fyrri leiki okkar manna er ekki ólíklegt að nokkur mörk líti dagsins ljós. Dómari leiksins verður Þorvaldur Árnason og aðstoðardómarar þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Sindri Kristinsson.