Keflavík - Fram á þriðjudag kl. 19:00
Þriðjudaginn 14. ágúst leika Keflavík og Fram í 1. deild kvenna og hefst leikurinn kl. 19:00 á Nettó-vellinum í Keflavík. Þetta er næstsíðasti leikur okkar liðs í sumar og síðasti heimaleikurinn. Lið Fram er langefst í riðlinum og hefur unnið ellefu leiki en aðeins tapað einum í sumar. Okkar lið er í 5. sæti riðilsins með 14 stig.
Keflavík og Fram hafa áður mæst fjórum sinnum í deildinni. Liðin mættust fyrst árið 1974 og þá vann Fram 6-0. Liðin léku aftur saman í efstu deild árið 1988 og þá vann Keflavík báða leiki liðanna, 4-1 á heimavelli en útileikinn 1-0. Kristín Blöndal gerði þá eina mark leiksins en hún skoraði tvö mörk í heimaleik Keflavíkur og Svandís Gylfadóttir og Anna María Sveinsdóttir gerðu eitt mark hvor. Liðin mættust svo fyrr í sumar á heimavelli Fram. Fram vann þann leik 4-0 en það voru Jóna Ólafsdóttir, Dagmar Ýr Arnardóttir, Rósa Hauksdóttir, Fjóla Sigurðardóttir sem gerðu mörk heimastúlkna.